Franz Ferdinand aftur til Íslands!

Það gleður Hr. Örlyg mjög að geta tilkynnt um komu Franz Ferdinand til Íslands.

Orðrómar hafa lengið verið uppi um væntanlega endurkomu sveitarinnar til Íslands - og fékk rómurinn nýtt líf eftir birtingu smáfréttar í Mogganum fyrir helgi; um að Sprengjuhöllinn myndi mögulega hita upp fyrir sveitina á Íslandi í haust (hver lak því!??). Mikið hringt og mikið spurt.

Franz Ferdinand mun semsagt leika á NASA við Austurvöll, föstudaginn 14. september. Ekki ónýtt að geta boðið upp ásveitina á stað eins og NASA, enda bandið vant að spila á mun stærri tónleikastöðum.

Ætla þeir að nýta tónleikana til að heimfrumflytja nýtt efni, en einnig leika eldri slagara. Búist er við fulltrúum útgáfufyrirtækis Franz Ferdinand, Domino Records, og erlendum fjölmiðlum hingað til lands í tengslum við tónleikana. Alltaf gaman að útlendingum.

Allt síðan sveitin kom hingað síðasta og spilaði á frábærum tónleikum í Kapplakrikanum höfum við stefnt á að endurtaka leikinn. Hr. Örlygur skemmti sér vel. Franzinn skemmti sér konunglega. Enda hafa þeir síðan stefnt á að koma aftur - og óskuðu nú sérstaklega eftir að geta prufukeyrt efni af væntanlegri breiðskífu í Reykjavík.

Efasemdir eru þó uppi hvort í herbúðum Örlygs við tökum jafn stíft á því og síðast á barnum með sveitinni eftir showið. Við vorum viku að jafna okkur. Þetta eru jú Skotar. 

Tilkynnt verður um miðasölu á tónleikana síðar.

PS Við vitum ekkert um það hver mun sjá um upphitun fyrir Franz Ferdinand. Sprengjuhöllinn er hins vegar góðar hugmynd. 

www.myspace.com/franzferdinand

 
mbl.is Franz Ferdinand aftur til Íslands í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband