Útrás Iceland Airwaves heldur áfram

- Seabear, Reykjavík! og UMTB Stefán leika á c/o POP í Köln - 16. ágúst
- FM Belfast og Hairdoctor spila á Public Service í Kaupmannahöfn - 17. ágúst


IMG_7881-vinnslaLiđur í alţjóđlegir kynningu á tónlistarhátíđinni Iceland Airwaves og spennandi íslenskri tónlist, sem ár hvert er rauđi ţráđurinn í dagskrá hátíđarinnar, er ađ koma íslenskum flytjendum á framfćri viđ tónleikahald erlendis. Í ár hefur Airwaves stađiđ fyrir tónleikum á tónlistarhátíđunum goNorth og Rock Ness í Skotlandi, By:Larm í Noregi og G! Festival í Fćreyjum.

Í nćstu viku er svo framundan eitt metnađarfyllsta útrásarverkefni hátíđarinnar til ţessa; ţátttaka í C/O POP í Köln í Ţýskalandi ţar sem Seabear, Reykjavík! og Ultra Mega Technobandiđ Stefán [mynd] stíga á stokk fimmtudaginn 16. ágúst á sérstöku Iceland Airwaves kvöldi. Daginn eftir, 17. ágúst, leika Hairdoctor og FM Belfast á vegum Airwaves á Public Service hátíđinni í Kaupmannahöfn.

Ráđstefnan og tónlistarhátíđin C/O POP er ein sú stćrsta sinnar tegundar í Evrópu. Fjöldi blađamanna og starfsmanna tónlistarbransans sćkir hátíđina heim og er ţví frábćr vettvangur til ađ kynna Iceland Airwaves koma íslenskri tónlist á framfćri. Í kjölfar heimsóknar skipuleggjenda C/O POP á Airwaves í fyrra óskuđu ţeir eftir samstarfi viđ Iceland Airwaves og buđu hátíđinni ađ vera međ í sérstöku "Eruopreise" verkefni, ţar sem nokkrum mest spennandi tónlistarhátíđum Evrópu er bođiđ ađ vera međ sviđ og kynningu. Međal annara hátíđa sem bođiđ var ađ vera međ erU Sonar í Barcelona, Phonem í Istanbul og M4Music í Zurich. Meira.

Public Service er ein flottasta og stćrsta tónlistarhátíđ Norđurlanda á sviđi rafrćnnar tónlistar (electronic music). Hátíđin er haldin af útvarpstöđinni P3 og danska ríkisútvarpinu, međ dyggum stuđningi Kaupmannahafnarborgar. Tilgangurinn međ ţessum tónleikum Airwaves á Public Service er fyrst og fremst ađ kynna Iceland Airwaves og íslenska tónlist fyrir Kaupmannahafnarbúum og ţeim fjölmörgu Norđurlandabúum sem sćkja Public Service. Einnig viljum viđ međ ţessu efla tengslin viđ blađamenn og fólk úr tónlistarbransanum sem verđur á stađnum.

Ţađ er Icelandair sem gerir útrás Iceland Airwaves mögulega međ öflugum stuđningi sínum viđ hátíđina og ţá kynningarstarfsemi sem í kringum hana er unnin. Tónlistarsjóđur og skrifstofa Ferđamálaráđs í Ţýskalandi styđur einnig viđ ţessi útrásarverkefni á C/O POP í Köln og Public Service í Kaupmannahöfn. Án mikilvćgs stuđnings ţessara ađila vćri ţetta ekki hćgt!

Vísanir:
Iceland Airwaves: www.icelandairwaves.com
C/O Pop: www.copop.de/home.4.en.html
Public Service: www.dr.dk/P3/publicservice


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband