Ísland-Palestína: Rosa styrktartónleikar í kvöld

 Í kvöld fara fram roooosalegir styrktartónleikar fyrir félagið Ísland-Palestínu á ORGAN. Þar verður hægt að sjá nokkrar af bestu hljómsveitum höfuðborgarsvæðisins tæta strengi og syngja ljúf lög til styrktar góðu málefni, en þess má geta að allar hljómsveitirnar koma fram á Airwaves í ár, svo þetta verður góð upphitun fyrir hátíðina. Dagskráin er sem hér segir:  

I Adapt

Skátar
Retro Stefson

Retro Stefson

Logi í Retro Stefson er ekkert slor - og hefur lofað að vera eeeextra hress í kvöld!
For a Minor Reflection
<3 Svanvhít


Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur og rennur allur ágóði í Neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína til handa íbúum herteknu svæðanna í Palestínu.

---

Á staðnum verða seldir sérhannaðir bolir frá Nakta apanum, kafíur, nælur og diskurinn Frjáls Palestína (sem inniheldur lög með Múm, Mugison, GusGus, KK o.fl.).
 Allur ágóði tónleikanna og sölu varnings þar rennur óskiptur til Neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína  fyrir íbúa Palestínu. Af heimasíðu tónleikahaldara:  

Stöðvum múrinn!
Lögð verður áherslu á að safna fé fyrir fórnarlömb Aðskilnaðarmúrsins sem ísraelska hernámsliðið er að reisa á herteknu svæðunum - þvert á alþjóðalög, samþykktir Sameinuðu þjóðanna og úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag. Þúsundir Palestínumanna hafa misst lífsviðurværi sitt í kjölfar byggingu múrsins sem einangrar palestínskar byggðir og rænir ræktarlandi þeirra.

Þvert á það sem margir halda liggur múrinn ekki á landamærum Ísraels og palestínsku herteknu svæðanna - heldur á herteknu landi. Samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins ber Ísraelsmönnum að hætta byggingu múrsins þegar í stað, rífa þá hluta hans sem þegar hafa verið reistir og greiða fórnarlömbum hans skaðabætur. Aðildaríki Sameinuðu þjóðanna eiga að sjá til þess að úrskurðinum sé framfylgt - og er Ísland þar á meðal. Frekari upplýsingar: www.Stopthewall.org

I Adapt
Airwaves prófíll
MySpace síða

Skátar
Airwaves prófíll
MySpace síða

Retro Stefson
Airwaves prófíll
MySpace síða

For a Minor Reflection
Airwaves prófíll
MySpace síða


<3 Svanvhít
Airwaves prófíll
MySpace síða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband