SAMSTARF ICELAND AIRWAVES OG G! FESTIVAL

Boys in a Band spilar á Airwaves & Ultra Mega Technobandiđ Stefán á G! Festival



Ultra Mega Technobandiđ Stefán (UMTS) mun leika á tónlistarhátíđinni G! Festival í Fćreyjum undir merkjum Iceland Airwaves. G! Festival fer ađ vanda fram í bćnum Götu í Fćreyjum frá 19.-21. júlí. Hátíđina ţarf líklega ekki ađ kynna fyrir Íslendingum, enda hafa hérlendir fjölmiđlar og tónlistarmenn heimsótt hana reglulega undanfarin ár. Hátíđinni hefur vaxiđ fiskur um hrygg ár hvert frá ţví hún hóf göngu sína og dregur til sín sí-aukinn fjölda ferđalanga sem heimamanna ár hvert.

Framkoma UMTS á G! Festival er liđur í samstarfi hátíđarinnar og Iceland Airwaves, en ţví er ţannig háttađ ađ ađstandendur G! Festival velur eina hljómsveit af Airwaves til ađ koma fram á sinni hátíđ og á móti hefur Airwaves valiđ fćreysku sveitina Boys in a Band til ađ leika undir merkjum G! Festival á Airwaves í haust. Tilgangurinn međ framtakinu er ađ kynna Iceland Airwaves fyrir innlendum sem erlendum gestum G! Festival.

Margir frambćrulegustu tónlistarmenn Fćreyja koma fram á G! Festival. Auk Boys in a Band, sem vakiđ hafa mikla athygli síđustu misseri fyrir líflega sviđsframkomu og hressa rokk & ról músík, má nefna Eivör Páldóttur, Teit og nýliđann Bujdam. Ýmsir ađrir listamenn fram á G! Festival og má ţar nefna Serena Maneesh og Adjágas frá Noregi, Nephew frá Danmörku, Loney, Dear frá Svíţjóđ, Pétur Ben og Dr. Spock frá Íslandi.

Ultra Mega Technobandiđ Stefán eru nýkomnir úr tónleikaferđ til Skotlands ţar sem sveitin lék á stćrstu tónlistarhátíđ landsins, Rock Ness, og kynningarhátíđinni goNorth undir merkjum Iceland Airwaves. Sveitin átti án efa eina eftirminnilegustu tónleika síđustu Airwaves hátíđar, en mikill og góđur rómur var gerđur ađ framkomu ţeirra á hinum sáluga skemmtistađ Pravda. Forsvarsmenn G! Festival sáu sveitina einmitt leika á Airwaves í fyrra og óskuđu í kjölfariđ sérstaklega eftir ţví ađ fá hana til leiks á sína hátíđ.


Hlekkir:
Heimasíđa Iceland Airwaves: www.icelandairwaves.com
Heimasíđa G! Festival: www.gfestival.com
Heimasíđa Boys in a Band: www.myspace.com/boysinaband
Heimasíđa Ulta Mega Technobandsins Stefán: www.myspace.com/umtbs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Boys in a Band ţykja međ eindćmum morgunhressir

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband