Fćrsluflokkur: Tónlist

Styrktartónleikar fyrir Stjörnukisann, listamanninn og öđlinginn Úlf C. Karlsson

Ţađ er Hr. Örlygi ljúft og skylt ađ koma eftirfarandi tilkynningu á framfćri. Umrćddir tónleikar eru ekki ađeins til styrktar ansi verđugu málefni, heldur eru hljómsveitirnar sem ţar koma fram hverri annarri frambćrilegri.

 

Úlfur Chaka

 Úlfur Chaka Karlsson

 


Fimmtudaginn 6. september nćstkomandi verđa haldnir tónleikar til
styrktar Úlfi C. Karlssyni tón- og myndlistarmanni sem barist hefur
viđ hvítblćđi undanfarin ár. Úlfur hefur gengist undir fjölda međferđa
og dvalist langdvölum á sjúkrastofnunum og ekki getađ aflađ tekna ađ
ráđi. Hann er fjölskyldumađur og hafa veikindin sett stórt strik í
efnahag fjölskyldunnar.
Međ tónleikunum gefst fólki tćkifćri til ađ leggja sitt af mörkum til
ađ létta fjölskyldunni lífiđ í baráttunni. Allir sem koma fram gefa
vinnu sína og tengjast Úlfi vináttu- og kunningjaböndum.

Dagskráin er ekki af verri endanum;

PORNOPOPP

MR. SILLA & MONGOOSE

THE WAY DOWN

BACON

SINGAPORE SLING

REYKJAVÍK!

MÍNUS


Í lokin má búast viđ HAMskiptum ţegar leyninúmer kvöldsins stígur á stokk.

Tónleikarnir verđa í IĐNÓ og hefjast hefjast stundvíslega klukkan
20.00, húsiđ opnar klukkan 19.30.


Ađgangseyrir er 1.500 kr. en fólki er frjálst ađ borga meira.
Ţeir sem vilja geta jafnframt lagt beint inn á reikning:
0101-26-014144 kt. 440304-2570

ALLUR AĐGANGSEYRIR RENNUR ÓSKIPTUR TIL ÚLFS OG FJÖLSKYLDU.



Sjáumst í IĐNÓ á fimmtudagskvöldiđ.



ENDILEGA ÁFRAMSENDIĐ ŢETTA TIL ALLRA Á PÓSTLISTANUM YKKAR!



Nánari upplýsingar veitir

Bogi Reynisson, gsm. 659 0434

Og eđa

Sindri Páll Kjartansson

Vatnsstígur 9

sími: +354 898 7111

spk@simnet.is

  


Klikkađ Kaos í Köln!

ARNTHORLíkt og lesa má um hér ađ neđan stóđ Iceland Airwaves fyrir mikilli útrás um helgina og átti fulltrúa á Public Service hátíđinni í Kaupmannahöfn og einnig á hinni ţveng-mögnuđu C/O Pop ráđstefnu í KÖLN (allt auđvitađ međ dyggum stuđningi Icelandair, ađ sjálfsögđu). 

Nú hefur fréttaritari destiny.blog.is ekki fengir fregnir af gangi mála í Köben, en var hinsvegar sjálfur á stađnum í Köln og getur vottađ fyrir ađ allir stuđ-kvarđar toppuđu og vel ţađ - stuđmćlirinn var á RAUĐU allt kvöldiđ og fór svo ađ umsjónarmenn hátíđarinnar sáu sig á endanum til neydda ađ bjóđa "der Isländers" ađ halda stuđinu áfram á reif-klúbbi í nágrenninu, ţví ţeir ţurftu sjálfir ađ fara drífa sig heim ađ sofa. 

Hljómsveitirnar Seabear, Reykjavík! og Ultra Mega Technóbandiđ Stefán spiluđu (í ţessari röđ) fyrir fullan sal ţjóđverja og einn landsliđsmann í handbolta (línumanninn stórfenglega RÓBERT GUNNARSSON) og var erfitt ađ velja milli hver vakti mesta hrifningu og orsakađi mest stuđ, ţvílíkt var skensiđ allan ţennan tíma. Líter af íslensku brennivíni fór líka vel ofan í áhorfendur, sem og danskeppni, ţýskukennsla o.fl. Undir rest, í settinu hjá UMTS leit ţetta einhvernvegin svona út:

 KolnParty

 Ađ sjálfsögđu stukku allir liđsmenn upp á sviđ, úr ađ ofan og áfram međ tempóiđ! 

 Ađ tónleikunum loknum var fjörinu haldiđ áfram í baksviđsherberginu okkar, ţar sem Sindri og Örn Ingi Seabear-menn fóru á kostum á gítara og úkelele viđ öflugan bumbuslátt og hópsöng Íslendingafélagsins í Köln. Hinar hátíđirnar á svćđinu öfunduđu okkur svo mikiđ af stemmningunni ađ ţeir tróđu sér á endanum inn í fjöriđ.

 ---

Einnig var mikiđ skens í FestivalZentrale á međan allri hátíđinni stóđ. Ţar fóru fulltrúar Mr. Destiny mikinn, buđu upp á brennivín, hákarl, OPAL, Reyka og Harđfisk og spjölluđu viđ hátíđargesti. Sjálfur hátíđarstjórinn, öđlingurinn hann Ralf, var svo hrifinn af Iceland Airwaves básnum ađ viđ áttum í mesta basli međ ađ fá kauđa til ađ fara ţegar okkur langađi ađ loka sjoppunni á laugardaginn.

 Sáum líka fullt af góđum tónleikum, BATTLES voru sennilega hressastir, en MIA var mestu vonbrigđin (enda komumst viđ hvergi nćrri tónleikunum, ţvílík var röđin). 

  


Útrás Iceland Airwaves heldur áfram

- Seabear, Reykjavík! og UMTB Stefán leika á c/o POP í Köln - 16. ágúst
- FM Belfast og Hairdoctor spila á Public Service í Kaupmannahöfn - 17. ágúst


IMG_7881-vinnslaLiđur í alţjóđlegir kynningu á tónlistarhátíđinni Iceland Airwaves og spennandi íslenskri tónlist, sem ár hvert er rauđi ţráđurinn í dagskrá hátíđarinnar, er ađ koma íslenskum flytjendum á framfćri viđ tónleikahald erlendis. Í ár hefur Airwaves stađiđ fyrir tónleikum á tónlistarhátíđunum goNorth og Rock Ness í Skotlandi, By:Larm í Noregi og G! Festival í Fćreyjum.

Í nćstu viku er svo framundan eitt metnađarfyllsta útrásarverkefni hátíđarinnar til ţessa; ţátttaka í C/O POP í Köln í Ţýskalandi ţar sem Seabear, Reykjavík! og Ultra Mega Technobandiđ Stefán [mynd] stíga á stokk fimmtudaginn 16. ágúst á sérstöku Iceland Airwaves kvöldi. Daginn eftir, 17. ágúst, leika Hairdoctor og FM Belfast á vegum Airwaves á Public Service hátíđinni í Kaupmannahöfn.

Ráđstefnan og tónlistarhátíđin C/O POP er ein sú stćrsta sinnar tegundar í Evrópu. Fjöldi blađamanna og starfsmanna tónlistarbransans sćkir hátíđina heim og er ţví frábćr vettvangur til ađ kynna Iceland Airwaves koma íslenskri tónlist á framfćri. Í kjölfar heimsóknar skipuleggjenda C/O POP á Airwaves í fyrra óskuđu ţeir eftir samstarfi viđ Iceland Airwaves og buđu hátíđinni ađ vera međ í sérstöku "Eruopreise" verkefni, ţar sem nokkrum mest spennandi tónlistarhátíđum Evrópu er bođiđ ađ vera međ sviđ og kynningu. Međal annara hátíđa sem bođiđ var ađ vera međ erU Sonar í Barcelona, Phonem í Istanbul og M4Music í Zurich. Meira.

Public Service er ein flottasta og stćrsta tónlistarhátíđ Norđurlanda á sviđi rafrćnnar tónlistar (electronic music). Hátíđin er haldin af útvarpstöđinni P3 og danska ríkisútvarpinu, međ dyggum stuđningi Kaupmannahafnarborgar. Tilgangurinn međ ţessum tónleikum Airwaves á Public Service er fyrst og fremst ađ kynna Iceland Airwaves og íslenska tónlist fyrir Kaupmannahafnarbúum og ţeim fjölmörgu Norđurlandabúum sem sćkja Public Service. Einnig viljum viđ međ ţessu efla tengslin viđ blađamenn og fólk úr tónlistarbransanum sem verđur á stađnum.

Ţađ er Icelandair sem gerir útrás Iceland Airwaves mögulega međ öflugum stuđningi sínum viđ hátíđina og ţá kynningarstarfsemi sem í kringum hana er unnin. Tónlistarsjóđur og skrifstofa Ferđamálaráđs í Ţýskalandi styđur einnig viđ ţessi útrásarverkefni á C/O POP í Köln og Public Service í Kaupmannahöfn. Án mikilvćgs stuđnings ţessara ađila vćri ţetta ekki hćgt!

Vísanir:
Iceland Airwaves: www.icelandairwaves.com
C/O Pop: www.copop.de/home.4.en.html
Public Service: www.dr.dk/P3/publicservice


Airwaves safn á iTunes

seabearpress_mailHeyrst hefur...ađ í vinnslu sé Airwaves safnplata sem sé unnin í samvinnu viđ Icelandic Music Export. Ađ hér sé ekki á ferđ hin hefđbundna Airwaves safnplata, sem gefin sé út í kringum hátíđina, heldur sérstakt verkefni sem unniđ er í samvinnu viđ iTunes USA og vel tengda plöggara vestanhafs.

Taliđ er ađ heill mökkur af óskabörnum ísenskrar tónlsitar-útrásar sé međ lög á safninu - m.a. Mugison, múm, Lay Low, Jakobínarína, GusGus og Seabear [mynd].

En ţetta eru náttúrulega allt óstađfestar sögusagnir... 


Eftir vinnu...

r!1...ćtlar Hr. Örlygur ađ hlaupa milli tónleika í bćnum eins og honum sé borgađ fyrir ţađ! 

Heimatökin eru hćg ađ kíkja niđur í 12 Tóna strax kl. 17, en ţá ćtla Rrrrrrrrrrreykajvík! og ástralska póstrokkbandiđ Because of Ghosts ađ trođa upp yfir léttum veitingum. Ţađ eru mjög flott bönd ađ spila á grillveislu Reykjavík FM á Dillon - og ţar er líka bjór og grillmatur. 

Í kvöld er svo nóg ađ gera... Jan Mayen, Dikta og Lada Sport - allt frábćr Airwaves bönd - munu leika fyrir dansi á GrandRokk, en á Organ má sjá fríkfólkarana Vetiver međ Ţóri o.fl.

HVERNIG Á MAĐUR AĐ VELJA EIGINLEGA??? ALLT AĐ VERĐA VITLAUST HÉRNA!

Reyndar má líka sjá Vetiver á morgun... aldrei ađ vita nema viđ kíkjum ţá í stađinn.

Góđa helgi!


Airwaves spilari á MySpace

mum1MySpace síđa Iceland Airwaves er orđin helvíti vígaleg.

Nú er búiđ ađ setja ţar upp sérstakan hátíđar-spilara sem inniheldur lög frá fjölmörgum listamönnum sem koma fram á hátíđinni, m.a.  Jakobínarína, múm [mynd], Chromeo, of Montreal, Bloc Party, Lali Puna, Singapore Sling, Mugison, !!!, Annuals, Bonde do Role, Deerhoof... 

Ólíkt ţví sem oft hrjáir spilara og ţá tónlist sem hćgt er ađ hlusta á gegnum MySpace renna lögin vel í gegn hér, engin biđ - ekkert hökt. Góđ upphitun! 

http://www.myspace.com/icelandairwaves

  


Airwaves & VICE Magazine

Líkt og í fyrra mun Vice Magazine tengjast sérstöku kvöldi á Iceland Airwaves 2007 - og verđur međ veglegar umfjallanir um hátíđina og ţá listamenn sem ţar koma fram. Hér er heilsíđu Airwaves auglýsing sem birtist í nćsta VICE tölublađi. 

 

icelandairwaves_ad_for_vice


Franz Ferdinand miđasalan hefst á föstudaginn

franz_mailAđeins eru um 550 miđar í bođi fyrir tónleika Franz Ferdinand á NASA föstudaginn 14. september.

Miđasalan hefst kl. 10:00 föstudaginn 10. ágúst. Miđaverđ eru litlar 2.900 krónur.

Miđalan fer fram í verslunum Skífunnar, BT á landsbyggđinni og á Midi.is (bein vísun).


Airwaves 2007 - Fullt af nýjum böndum

JakoEnn hrannast hljómsveitir og einyrkjar á lista yfir ţá sem trođa upp á Iceland Airwaves 2007. Hefur ásókn í ađ spila á hátíđinni aldrei veriđ meiri en í ár og ţađ endurspeglast í glćsilegri dagskrá, sem enn fer stćkkandi.

Í ţessu holli bćtast rúmlega fjörutíu íslensk atriđi og má ţar finna ástsćla Airwaves-fastagesti - s.s. Jakobínurínu [á mynd hér frá Airwaves í fyrra], Brain Police og Kimono međal annarra - í bland viđ efnilega nýliđa (Shogun - sigurvegarar Músíktilrauna 2007, Rafhans 021 o.fl) og allt ţar á milli. Einnig bćtast viđ listann erlend eđalbönd á borđ viđ Lali Puna (DE), Ms John Soda (DE), The Duke Spirit (UK) og The Teenagers (UK/FR) – bönd sem sum hver eru lítiđ ţekkt hérlendis, en eiga sammerkt ađ vera miklar vonarstjörnur tónlistarpressunnar.

The Teenagers og Late of the Pier (UK) koma allar fram á sérstöku kvöldi bresku plötuútgáfunnar Moshi Moshi, en sú hefur stađiđ fyrir tónleikum á Airwaves undanfarin ár og jafnan kynnt til sögunnar hljómsveitir sem síđar láta mikiđ fyrir sér. Skemmst er ađ minnast spilamennsku Klaxons og Tilly and the Wall á ţeirra vegum á Airwaves 2006, en einnig hefur fyrirtćkiđ stađiđ fyrir komu m.a. Hot Chip og Architecture in Helsinki. 

Ţýska útgáfan Morr Music er ađ sama skapi íslenskum tónlistarunnendum ađ góđu kunn og stendur einnig fyrir kvöldi á Iceland Airwaves í ár. Fyrir utan ađ gefa út íslensku sveitirnar Seabear og Benna Hemm Hemm (múm hefur einnig veriđ viđlođandi útgáfuna) náđu Morr-sveitir eins og Lali Puna (DE) og Isan (DE) nokkrum vinsćldum hér á landi um áriđ. Lali Puna munu einmitt leika ţar, en einnig koma fram Ms John Soda (DE), Tied & Tickled Trio (DE), Benna Hemm Hemm og Seabear. Ţess má geta ađ Morr kvöldiđ er haldiđ í samstarfi viđ Göethe Institut og er ćtlađ ađ stuđla ađ kynningu á ţýskri tónlist á Airwaves, m.a. fyrir ţeim aragrúa starfsmanna tónlistarbransans og blađamanna sem sćkja hátíđina heim.

Ţau 48 atriđi sem nú bćtast á dagskrá Iceland Airwaves 2007 eru;
Ćla, Atómstöđin, Biogen, Brain Police, Cocktail Vomit, Dimma, Drep, Dýrđin, Ég, Envy of Nona, Fabúla, Foals (UK), Foreign Monkeys, Future Future, Hafdís Huld, Hellvar, Hoffman, I Adapt, Jakobínarína , Kalli, Kenya, Kimono, Lali Puna (DE), Late of the Pier (UK), Ms John Soda (DE), Múgsefjun,, Nilfisk, Noise, Perfect Disorder, Póetrix, President Bongo (DJ set), Rafhans 021, Royal Fortune, Shogun, Single Drop, Sólstafir, The Duke Spirit (UK), The Music Zoo, The Teenagers (UK/FR), The Telepathetics, The Viking Giant Show, Thundercats, Tied & Tickled Trio (DE), Toggi, Úlpa, Védís, VilHelm og Weapons.

Enn fleiri listamenn munu bćtast viđ dagskrá Iceland Airwaves 2007 á nćstu misserum.


Miđasala
Icelandair hafa ţegar hafiđ sölu á pakkaferđum á Iceland Airwaves 2007 á alţjóđlegum vettvangi og hefur hún fariđ vel af stađ, en slíkar innihalda flug og miđa á hátíđina auk gistingu. Fyrirkomulag á miđasölu hérlendis verđur međ svipuđum hćtti og á fyrri hátíđum, en um hana verđur tilkynnt síđar.

Vefsíđa
www.icelandairwaves.com


Eftir vinnu....

Ćtlar Hr. Örlygur...

ađ sjá Nico Muhly í 12 tónum kl. 17:00

Fara í Sumarpartý Grapevine á Hressó (byrjar 18:00) og ná B.Sig, Hjaltalín og hinum ógurlega DJ Terrordisco (hvenćr fáum viđ ađ sjá kauđa live??).

Klukkan 19:00 byrjar síđan grillveisla ReykjavikFM á Dillon ţar sem Jan Mayen, Grasrćtur og Foreign Monkeys koma fram. Endum kvöldiđ Grand rokk međ Lokbrá, Vicky Pollard og Wulfgang.

En fyrst ađ vinna nóg. Komnir langt međ ađ fara yfir allar ţćr umsóknir sem bárust (samtals hátt í 300 stykki). Mikiđ af mjög góđu og spennandi dóti. Stefnum á ađ tilkynna fleiri bönd (innlend og erlend) á Airwaves prógrammiđ í nćstu viku.

 

PS Minnum síđan á I Adapt og Morđingjarnir og PRF (Punk Rock Faggots frá Ameríkunni) á Kaffi Hljómalind annađ kvöld kl. 19:00.

  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband