Styrktartónleikar fyrir Stjörnukisann, listamanninn og öðlinginn Úlf C. Karlsson

Það er Hr. Örlygi ljúft og skylt að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri. Umræddir tónleikar eru ekki aðeins til styrktar ansi verðugu málefni, heldur eru hljómsveitirnar sem þar koma fram hverri annarri frambærilegri.

 

Úlfur Chaka

 Úlfur Chaka Karlsson

 


Fimmtudaginn 6. september næstkomandi verða haldnir tónleikar til
styrktar Úlfi C. Karlssyni tón- og myndlistarmanni sem barist hefur
við hvítblæði undanfarin ár. Úlfur hefur gengist undir fjölda meðferða
og dvalist langdvölum á sjúkrastofnunum og ekki getað aflað tekna að
ráði. Hann er fjölskyldumaður og hafa veikindin sett stórt strik í
efnahag fjölskyldunnar.
Með tónleikunum gefst fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til
að létta fjölskyldunni lífið í baráttunni. Allir sem koma fram gefa
vinnu sína og tengjast Úlfi vináttu- og kunningjaböndum.

Dagskráin er ekki af verri endanum;

PORNOPOPP

MR. SILLA & MONGOOSE

THE WAY DOWN

BACON

SINGAPORE SLING

REYKJAVÍK!

MÍNUS


Í lokin má búast við HAMskiptum þegar leyninúmer kvöldsins stígur á stokk.

Tónleikarnir verða í IÐNÓ og hefjast hefjast stundvíslega klukkan
20.00, húsið opnar klukkan 19.30.


Aðgangseyrir er 1.500 kr. en fólki er frjálst að borga meira.
Þeir sem vilja geta jafnframt lagt beint inn á reikning:
0101-26-014144 kt. 440304-2570

ALLUR AÐGANGSEYRIR RENNUR ÓSKIPTUR TIL ÚLFS OG FJÖLSKYLDU.



Sjáumst í IÐNÓ á fimmtudagskvöldið.



ENDILEGA ÁFRAMSENDIÐ ÞETTA TIL ALLRA Á PÓSTLISTANUM YKKAR!



Nánari upplýsingar veitir

Bogi Reynisson, gsm. 659 0434

Og eða

Sindri Páll Kjartansson

Vatnsstígur 9

sími: +354 898 7111

spk@simnet.is

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband